Norðurslóðir voru C.S. Lewis afar hjartfólgnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 07:52 Douglas við afhjúpun styttu af ljóninu Aslan í Belfast. Vísir/getty Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira