Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 18:08 Forseti Bandaríkjanna á teig við glæsilegan golfskála National Doral Miami þar sem fundur G7 ríkjanna fer fram. Getty/Johnny Louis Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira