Áfellisdómur yfir stjórnvöldum: Ísland á gráum lista Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 18:20 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira