Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Haukur var um fimmtán mánuði að skrifa bókina. Fréttblaðið/Sigrtryggur Ari Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira