Endurleikur Haukur Örn Birgisson skrifar 1. október 2019 07:45 Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar