Endurleikur Haukur Örn Birgisson skrifar 1. október 2019 07:45 Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar