Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2019 11:10 Agnes Bragadóttir á að baki langan og farsælan feril í fjölmiðlum, lengst af á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56