Bæjarins beztu segir skilið við Akureyri í bili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður fyrr í sumar. guðrún kristmundsdóttir Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor.
Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10