Hvernig er best að nota þýfið? Flosi Eiríksson skrifar 2. október 2019 09:00 Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vopnafjörður Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar