Margt sem Íslendingar geti lært af Nýsjálendingum í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 13:28 Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. Vísir/vilhelm Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59