Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:30 Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22