Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:45 Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira