Innlent

Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Vísir/Stefán
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. Þar skrifar hann einfaldlega „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“

Thunberg hélt eftirminnilega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á dögunum. Í ræðu sinni á þinginu gagnrýndi hin 16 ára Thunberg þjóðarleiðtogana og sakaði þá um að stela draumum hennar og æsku með innantómum orðum. Sagði hún meðal annars:

„Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur.”

Hannes fær mjög blendin viðbrögð á Twitter og er hann meðal annars kallaður „veruleikafirrtur.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hannes tjáir sig um Thunberg á Twitter. Á dögunum líkti hann Thunberg við barnakrossfara.


Tengdar fréttir

Táknmyndin fagra í gulu regnkápunni

Baráttukonan unga Greta Thunsberg er ekki allra en höfðar svo sterkt til Snorra Ásmundssonar að hann málaði af henni tvö portrett.

Greta Thunberg gagnrýndi þjóðaleiðtoga á loftslagsfundinum

Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem "öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×