Barátta gegn hamfarahlýnun inn í alla stefnumótun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 11:44 ASÍ ætlar að setja umhverfismálin á oddinn og móta skýra stefnu í málaflokknum. vísir/Baldur Hrafnkell Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira