Óþægilegar upplýsingar Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 3. október 2019 15:30 Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun