Óþægilegar upplýsingar Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 3. október 2019 15:30 Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun