Ginger Baker látinn Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 11:38 Baker á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970. Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira
Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970.
Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira