Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 12:53 Bandarískur hermaður fylgist með liðsmönnum SDF rífa virki á svæði sem Tyrkir vilja sölsa undir sig. Bandaríkjastjórn sannfærði Kúrda um að draga sig til baka á svæðinu til að frið Tyrki en það gæti nú komið í bakið á Kúrdum með brotthvarfi Bandaríkjahers. AP/Andrew Goedl/Bandaríski herinn Aðilar að átökunum í Sýrlandi þurfa sjálfir að leysa úr málum án aðkomu Bandaríkjanna, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta fullum af rangfærslum réttlætti forsetinn ákvörðun sína um að leyfa Tyrkjum á ráðast á Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni gegn íslömskum hryðjuverkamönnum. Einn nánasti bandamaður Trump gagnrýnir ákvörðunina harðlega. Hvíta húsið tilkynnti skyndilega í gærkvöldi að Bandaríkjaher ætlaði að draga sig frá norðanverðu Sýrlandi vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja sem beinist að Kúrdum. Yfirlýsingin kom í kjölfar símtals Trump og Receps Erdogan, forseta Tyrklands, í gær. Sýrlenski lýðræðisher (SDF) Kúrda sem hefur verið helsti bandamaður Bandaríkjahers í baráttunni gegn Ríki íslams sakar Bandaríkjastjórn um að stinga sig í bakið með ákvörðuninni. Sameinuðu þjóðirnar segja óttast það versta, þar á meðal mannfall og flótta óbreyttra borgara. Ákvörðunin er sögð hafa komið varnarmálayfirvöldum í Bandaríkjunum í opna skjöldu og gengið gegn ráðleggingum þeirra og utanríkisráðuneytisins. Bandarískt herlið byrjaði að yfirgefa landamærasvæði í norðanverðu Sýrlandi strax í morgun.Fullyrti ranglega að flestir væru frá Evrópu Trump réttlætti ákvörðun sína í röð tísta í morgun þar sem hann fór með fleipur um stöðuna í Sýrlandi. Sagði hann þátttöku Bandaríkjanna í átökunum í Sýrlandi hafa dregist úr hófi fram. Nú sé hins vegar búið að ráða niðurlögum Ríkis íslams. Síðastnefndu ummælin stangast á við mat varnarmálayfirvalda sem telja hættu enn stafa af leifum hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi þrátt fyrir að þau hafi tapað landsvæðum sem þau héldu áður. Þá gaf Trump ranglega í skyn í tísti sínu að Bandaríkjaher hefði handsamað þúsundir vígamanna Ríkis íslams og sagði ranglega að þeir væru „aðallega frá Evrópu“. Það sanna er að hersveitir Kúrda eru taldar halda yfir tíu þúsund vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Af þeim séu um tvö þúsund erlendir. Sakaði forsetinn Evrópuríki um að neita að taka við vígamönnunum og krefjast þess að þeim yrði haldið í bandarískum fangelsum. Viðurkenndi Trump að Kúrdar hefðu barist með Bandaríkjamönnum en að „þeir fengu greiddar gríðarlegar fjárhæðir og tækjabúnað fyrir það“. „VIÐ MUNUM BERJAST ÞAR SEM ÞAÐ GAGNAST OKKUR, OG AÐEINS BERJAST TIL AÐ VINNA. Tyrkland, Evrópa, Sýrland, Íran, Írak, Rússland og Kúrdar verða núna að finna út úr stöðuna og hvað þeir vilja gera með handsamaða vígamenn Ríkis íslams í „hverfinu“ þeirra,“ tísti bandaríski forsetinn. Benti hann á að Bandaríkin væru „7.000 mílum frá“ Sýrlandi og að þau myndu „mölva“ Ríki íslams ef þau nálguðust Bandaríkin. Tæpar 6.000 mílur skilja að Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og Washington-borg.The United States was supposed to be in Syria for 30 days, that was many years ago. We stayed and got deeper and deeper into battle with no aim in sight. When I arrived in Washington, ISIS was running rampant in the area. We quickly defeated 100% of the ISIS Caliphate,.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019 „Stórslys í uppsiglingu“ Ákvörðun Trump virðist hafa komið jafnvel nánustu bandamönnum hans í eigin flokki á óvart. Þannig tísti Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu og einn ötulasti málsvari Trump, að séu fréttir af ákvörðun forsetans réttar sé hún „stórslys í uppsiglingu“. Sagði þingmaðurinn að ákvörðunin tryggði að Ríki íslams næði vopnum sínum aftur og neyddi Kúrda til að leita á náðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og Írans. Hún yrði jafnframt svartur blettur á heiðri Bandaríkjanna ef þau gæfu Kúrda upp á bátinn. Hótaði Graham að leggja fram ályktun í þinginu til að snúa ákvörðun Trump við.I don't know all the details regarding President Trump's decision in northern Syria. In process of setting up phone call with Secretary Pompeo.If press reports are accurate this is a disaster in the making.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 7, 2019 „Þessi hvatvísa ákvörðun forsetans hefur snúið við öllum þeim árangri sem við höfum náð, skapað enn meiri ringulreið í heimshlutanum. Íran hugsar sér gott til glóðarinnar. Ef ég er vígamaður ISIS þá fæ ég nú annað tækifæri. Þeir sem halda að ISIS hafi verið lagt að velli sjá brátt til. Tyrkir hafa eyðilagt samband sitt við Bandaríkjaþing,“ sagði Graham í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun. Þar hótaði hann því ennfremur að leggja til refsiaðgerðir gegn tyrkneska hernum og hagkerfi Tyrklands stígi hann fæti inn í norðanvert Sýrland. Fullyrti hann að það væri einfaldlega ekki satt að búið væri að ráða niðurlögum Ríkis íslams í Sýrland.Lindsey Graham calls in to Fox & Friends & calls Trump's decision to abandon the Kurds "impulsive.""I hope I'm making myself clear how shortsighted & irresponsible this decision is in my view," he says. "This to me is just unnerving to its core." pic.twitter.com/URH0DVA1bo— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2019 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra ríkisstjórnar Trump við Sameinuðu þjóðirnar, gagnrýndi ákvörðun forsetans sömuleiðis á Twitter og kallaði hana reginmistök. Sagði hún Tyrki ekki vera vini Bandaríkjanna. „Við verðum alltaf að standa með bandamönnum okkar ef við ætlumst til þess að þeir standi með okkur. Kúrdar léku lykilhlutverk í árangursríkri baráttu okkar gegn ISIS í Sýrlandi. Það eru stór mistök að skilja þá eftir til að deyja,“ tísti Haley.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend— Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Aðilar að átökunum í Sýrlandi þurfa sjálfir að leysa úr málum án aðkomu Bandaríkjanna, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta fullum af rangfærslum réttlætti forsetinn ákvörðun sína um að leyfa Tyrkjum á ráðast á Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni gegn íslömskum hryðjuverkamönnum. Einn nánasti bandamaður Trump gagnrýnir ákvörðunina harðlega. Hvíta húsið tilkynnti skyndilega í gærkvöldi að Bandaríkjaher ætlaði að draga sig frá norðanverðu Sýrlandi vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja sem beinist að Kúrdum. Yfirlýsingin kom í kjölfar símtals Trump og Receps Erdogan, forseta Tyrklands, í gær. Sýrlenski lýðræðisher (SDF) Kúrda sem hefur verið helsti bandamaður Bandaríkjahers í baráttunni gegn Ríki íslams sakar Bandaríkjastjórn um að stinga sig í bakið með ákvörðuninni. Sameinuðu þjóðirnar segja óttast það versta, þar á meðal mannfall og flótta óbreyttra borgara. Ákvörðunin er sögð hafa komið varnarmálayfirvöldum í Bandaríkjunum í opna skjöldu og gengið gegn ráðleggingum þeirra og utanríkisráðuneytisins. Bandarískt herlið byrjaði að yfirgefa landamærasvæði í norðanverðu Sýrlandi strax í morgun.Fullyrti ranglega að flestir væru frá Evrópu Trump réttlætti ákvörðun sína í röð tísta í morgun þar sem hann fór með fleipur um stöðuna í Sýrlandi. Sagði hann þátttöku Bandaríkjanna í átökunum í Sýrlandi hafa dregist úr hófi fram. Nú sé hins vegar búið að ráða niðurlögum Ríkis íslams. Síðastnefndu ummælin stangast á við mat varnarmálayfirvalda sem telja hættu enn stafa af leifum hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi þrátt fyrir að þau hafi tapað landsvæðum sem þau héldu áður. Þá gaf Trump ranglega í skyn í tísti sínu að Bandaríkjaher hefði handsamað þúsundir vígamanna Ríkis íslams og sagði ranglega að þeir væru „aðallega frá Evrópu“. Það sanna er að hersveitir Kúrda eru taldar halda yfir tíu þúsund vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Af þeim séu um tvö þúsund erlendir. Sakaði forsetinn Evrópuríki um að neita að taka við vígamönnunum og krefjast þess að þeim yrði haldið í bandarískum fangelsum. Viðurkenndi Trump að Kúrdar hefðu barist með Bandaríkjamönnum en að „þeir fengu greiddar gríðarlegar fjárhæðir og tækjabúnað fyrir það“. „VIÐ MUNUM BERJAST ÞAR SEM ÞAÐ GAGNAST OKKUR, OG AÐEINS BERJAST TIL AÐ VINNA. Tyrkland, Evrópa, Sýrland, Íran, Írak, Rússland og Kúrdar verða núna að finna út úr stöðuna og hvað þeir vilja gera með handsamaða vígamenn Ríkis íslams í „hverfinu“ þeirra,“ tísti bandaríski forsetinn. Benti hann á að Bandaríkin væru „7.000 mílum frá“ Sýrlandi og að þau myndu „mölva“ Ríki íslams ef þau nálguðust Bandaríkin. Tæpar 6.000 mílur skilja að Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og Washington-borg.The United States was supposed to be in Syria for 30 days, that was many years ago. We stayed and got deeper and deeper into battle with no aim in sight. When I arrived in Washington, ISIS was running rampant in the area. We quickly defeated 100% of the ISIS Caliphate,.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019 „Stórslys í uppsiglingu“ Ákvörðun Trump virðist hafa komið jafnvel nánustu bandamönnum hans í eigin flokki á óvart. Þannig tísti Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu og einn ötulasti málsvari Trump, að séu fréttir af ákvörðun forsetans réttar sé hún „stórslys í uppsiglingu“. Sagði þingmaðurinn að ákvörðunin tryggði að Ríki íslams næði vopnum sínum aftur og neyddi Kúrda til að leita á náðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og Írans. Hún yrði jafnframt svartur blettur á heiðri Bandaríkjanna ef þau gæfu Kúrda upp á bátinn. Hótaði Graham að leggja fram ályktun í þinginu til að snúa ákvörðun Trump við.I don't know all the details regarding President Trump's decision in northern Syria. In process of setting up phone call with Secretary Pompeo.If press reports are accurate this is a disaster in the making.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 7, 2019 „Þessi hvatvísa ákvörðun forsetans hefur snúið við öllum þeim árangri sem við höfum náð, skapað enn meiri ringulreið í heimshlutanum. Íran hugsar sér gott til glóðarinnar. Ef ég er vígamaður ISIS þá fæ ég nú annað tækifæri. Þeir sem halda að ISIS hafi verið lagt að velli sjá brátt til. Tyrkir hafa eyðilagt samband sitt við Bandaríkjaþing,“ sagði Graham í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun. Þar hótaði hann því ennfremur að leggja til refsiaðgerðir gegn tyrkneska hernum og hagkerfi Tyrklands stígi hann fæti inn í norðanvert Sýrland. Fullyrti hann að það væri einfaldlega ekki satt að búið væri að ráða niðurlögum Ríkis íslams í Sýrland.Lindsey Graham calls in to Fox & Friends & calls Trump's decision to abandon the Kurds "impulsive.""I hope I'm making myself clear how shortsighted & irresponsible this decision is in my view," he says. "This to me is just unnerving to its core." pic.twitter.com/URH0DVA1bo— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2019 Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra ríkisstjórnar Trump við Sameinuðu þjóðirnar, gagnrýndi ákvörðun forsetans sömuleiðis á Twitter og kallaði hana reginmistök. Sagði hún Tyrki ekki vera vini Bandaríkjanna. „Við verðum alltaf að standa með bandamönnum okkar ef við ætlumst til þess að þeir standi með okkur. Kúrdar léku lykilhlutverk í árangursríkri baráttu okkar gegn ISIS í Sýrlandi. Það eru stór mistök að skilja þá eftir til að deyja,“ tísti Haley.We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back. The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake. #TurkeyIsNotOurFriend— Nikki Haley (@NikkiHaley) October 7, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48