Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. október 2019 07:45 Jón Þór segir eignaskatta framtíðarskattheimtuna. Fréttablaðið/Eyþór Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira