Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:59 Það er fjölmennt á fundi atvinnuveganefndar í dag þar sem útflutningur á óunnum fiski er til umræðu. Vísir/Vilhelm Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks. Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks.
Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira