Ríkustu fjölskyldurnar eiga 58% eigin fjár og 43% eigna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 11:11 Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Vísir/vilhelm Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira