Ríkustu fjölskyldurnar eiga 58% eigin fjár og 43% eigna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 11:11 Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Vísir/vilhelm Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira