Bankarnir boða breytingar á vöxtum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 13:03 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi þegar kemur að bankastarfsemi. Vísir Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira