Styttist í afdrifaríka ákvörðun um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 21:15 Málin sem nú verða tekin fyrir gætu markað stórt skref í átt að auknum réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. getty/ David Greedy Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent