Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent