Þegar prófessorinn gerði sig að „imbecillus“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. október 2019 10:00 Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus!
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar