Þetta eru nýju lestarstöðvar Kaupmannahafnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. september 2019 11:45 Áætlað er að tvöfalt fleiri farþegar muni nýta sér Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar með tilkomu Cityringen. Þessi mynd er tekin á stöðinni København H, einni af nýju stöðvunum. Epa/Ida Marie Odgaard Sautján nýjar stöðvar í Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar voru opnaðar í gær við hátíðlega athöfn. Stöðvarnar marka nýjan samgönguás í kerfinu, sem fengið hefur nafnið Cityringen, og tengir miðborgina við Austurbrú, Norðurbrú, Vesturbrú auk Friðriksbergs.Sjá einnig: Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Framkvæmdir við Cityringen hafa staðið yfir undanfarin 8 ár og er ekki endanlega lokið. Þó sér fyrir endann á framkvæmdunum sem sagðar eru þær umfangsmestu í Kaupmannahöfn í 400 ár, þegar Kristján 4. Danakonungur lét byggja upp Kristjánshöfn. Kostnaðurinn við Cityringen er sagður rúmlega 22 milljarðar danskra króna, um 400 milljarðar íslenskra króna.Svona er Metro-lestarkerfið teiknað upp, eftir tilkomu Cityringen.MetroMetro-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2002 og samanstendur af sjálfkeyrandi léttlestum sem aka að mestu neðanjarðar á lestarteinum. Stöðvarnar eru nú 37 talsins í það heila og verða orðnar 44 árið 2024. Rúmlega milljón manns nota vagnana vikulega en ætlað er að með tilkomu nýju Cityringen-leiðarinnar muni farþegafjöldinn tvöfaldast. Strax á næsta ári er áætlað að Metro-kerfið muni flytja um 122 milljónir farþega árlega. Hér að neðan má sjá myndir af nýju lestarstöðvunum 17, sem fengnar eru með leyfi Metro í Kaupmannahöfn. Á vef danska ríkisútvarpsins má jafnframt nálgast umsagnir arkitektsins Jahn Gehl um stöðvarnar, en honum þykir mikið til þeirra koma enda hver með sínu sniði.Aksel Møllers HaveMetroEnghave PladsMetroFrederiksberg AlléMetroFrederiksberg.metroGammel StrandMetroKongens NytorvMetroMarmorkirkenMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetro Danmörk Tækni Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Sautján nýjar stöðvar í Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar voru opnaðar í gær við hátíðlega athöfn. Stöðvarnar marka nýjan samgönguás í kerfinu, sem fengið hefur nafnið Cityringen, og tengir miðborgina við Austurbrú, Norðurbrú, Vesturbrú auk Friðriksbergs.Sjá einnig: Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Framkvæmdir við Cityringen hafa staðið yfir undanfarin 8 ár og er ekki endanlega lokið. Þó sér fyrir endann á framkvæmdunum sem sagðar eru þær umfangsmestu í Kaupmannahöfn í 400 ár, þegar Kristján 4. Danakonungur lét byggja upp Kristjánshöfn. Kostnaðurinn við Cityringen er sagður rúmlega 22 milljarðar danskra króna, um 400 milljarðar íslenskra króna.Svona er Metro-lestarkerfið teiknað upp, eftir tilkomu Cityringen.MetroMetro-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2002 og samanstendur af sjálfkeyrandi léttlestum sem aka að mestu neðanjarðar á lestarteinum. Stöðvarnar eru nú 37 talsins í það heila og verða orðnar 44 árið 2024. Rúmlega milljón manns nota vagnana vikulega en ætlað er að með tilkomu nýju Cityringen-leiðarinnar muni farþegafjöldinn tvöfaldast. Strax á næsta ári er áætlað að Metro-kerfið muni flytja um 122 milljónir farþega árlega. Hér að neðan má sjá myndir af nýju lestarstöðvunum 17, sem fengnar eru með leyfi Metro í Kaupmannahöfn. Á vef danska ríkisútvarpsins má jafnframt nálgast umsagnir arkitektsins Jahn Gehl um stöðvarnar, en honum þykir mikið til þeirra koma enda hver með sínu sniði.Aksel Møllers HaveMetroEnghave PladsMetroFrederiksberg AlléMetroFrederiksberg.metroGammel StrandMetroKongens NytorvMetroMarmorkirkenMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetroMetro
Danmörk Tækni Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira