Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2019 12:11 Til skoðunar hefur verið að leggja niður starfsstöð Kelduskóla í Staðahverfi. Fréttablaðið/Ernir Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira