Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2019 12:11 Til skoðunar hefur verið að leggja niður starfsstöð Kelduskóla í Staðahverfi. Fréttablaðið/Ernir Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira