Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2019 18:30 Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00