Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2019 13:26 Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Vísir/Einar Árnason Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir. Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir.
Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26