Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2019 19:00 Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. Drengurinn sem er í efri bekkjum grunnskóla leitaði nýverið á Landspítalann vegna veikinda. Í framhaldinu af rannsóknum vaknaði grunur um að veikindin væru tengd rafrettunotkun hans. Hann hefur síðan verið í meðferð á spítalanum en er á batavegi. Sjá einnig: Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í dag vegna málsins kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp. Alma Möller, landlæknir, segir landlæknisembættið vera að grípa til hinna ýmsu aðgerða vegna málsins. Hún segir mikilvægt að skólar framfylgi rafrettubanni á skólalóðum, þá þurfa þeir sem nota rafrettur að passa sig á að kaupa rafrettur aðeins af viðurkenndum aðilum og þeir sem finna einkenni sem geta tengst notkuninni að leita til læknis. Hún hvetur einnig foreldrar að vera vakandi fyrir rafrettunotkun barna sinna. „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað og 10-15% nota þetta að staðaldri og við vitum ekki nógu mikið um langtímaáhrif af rafrettum en við erum að sjá þessi veikindatilfelli núna í Bandaríkjunum og þá auðvitað verðum við áhyggjufull,“ segir Alma. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45 Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. Drengurinn sem er í efri bekkjum grunnskóla leitaði nýverið á Landspítalann vegna veikinda. Í framhaldinu af rannsóknum vaknaði grunur um að veikindin væru tengd rafrettunotkun hans. Hann hefur síðan verið í meðferð á spítalanum en er á batavegi. Sjá einnig: Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í dag vegna málsins kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp. Alma Möller, landlæknir, segir landlæknisembættið vera að grípa til hinna ýmsu aðgerða vegna málsins. Hún segir mikilvægt að skólar framfylgi rafrettubanni á skólalóðum, þá þurfa þeir sem nota rafrettur að passa sig á að kaupa rafrettur aðeins af viðurkenndum aðilum og þeir sem finna einkenni sem geta tengst notkuninni að leita til læknis. Hún hvetur einnig foreldrar að vera vakandi fyrir rafrettunotkun barna sinna. „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað og 10-15% nota þetta að staðaldri og við vitum ekki nógu mikið um langtímaáhrif af rafrettum en við erum að sjá þessi veikindatilfelli núna í Bandaríkjunum og þá auðvitað verðum við áhyggjufull,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45 Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. 27. ágúst 2019 19:45
Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu. 3. september 2019 09:00