Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 14:21 Ungt fólk leiddi fjöldamótmæli til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum í New York og fjölda annarra borga um allan heim á föstudag. Vísir/EPA Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26