Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Lögreglustjórinn á Vesturlandi segir ríkislögreglustjóra óstarfhæfan og lýsir vandanum sem djúpstæðum.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Einnig verður fjallað um gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook sem hefur haft áhrif á hundruð þúsunda ferðalanga og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði samkomuna og sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg húðskammaði stjórnmálamenn.

Þá skoðum við laxastiga í Vopnafirði og fylgjumst með opinberri heimsókn íslensku forsetahjónanna til Grænlands.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×