Martröð fram haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2019 07:00 Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun