Í því símtali bað Trump Zelensky um að rannsaka Biden, pólitískan andstæðing sinn, með aðstoð Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, og William Barr, dómsmálaráðherra.
Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden
Biden sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af sjálfum sér. Það væri ekkert til í ásökunum Trump og Giuliani. Hann hefði hins vegar þó áhyggjur af því hvað væri að gerast með Trump og því hvernig hann hagi sér. Það væri mikið meira í húfi en hvernig Trump hagaði sér í garð hans.
Biden sagði samtal Trump við Zelensky vera blygðunarlausa misnotkun valds. Það væri ólíðandi og miðað við þau gögn sem lægju fyrir væri erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að um brot í embætti væri að ræða og brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.
„Ég hef trú á getu þingsins til að sjá um þetta. Mitt starf er að sigra hann,“ sagði Biden og bætti við að hann gæti ekki látið þetta mál trufla baráttu sína fyrir því að endurvekja gildi Bandaríkjanna.
Viðtal Kimmel við Biden var nokkuð lengra en það og hægt er að horfa á það hér að neðan.