Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2019 09:00 Ari Alexander segir þungt að sitja undir ásökunum um að hafa látið kynferðislegt ofbeldi viðgangast á tökustað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung aukaleikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. Bergur Þór Ingólfsson, faðir ungu konunnar, hafi gengið hart fram í málinu. Skiljanlega enda hafi mál Robert Downey og uppreist æru hans verið í hámæli um þetta leyti og önnur dóttir hans verið meðal fórnarlamba. Hins vegar rýri sagan trúverðugleika annarra sagna í hreyfingu sem hafi skipt máli.Sagan var ein 62 sem birtist undir merkjum Tjaldið fellur en unga sviðslistakonan starfaði þá hjá Borgarleikhúsinu þar sem Atli Rafn var á eins árs lánssamningi. Þar lýsti unga konan að sena sem hún hefði átt að leika í kvikmynd hefði breyst í kynferðislega senu og henni liðið eins og hún væri að leika í klámmynd. Kynlífssenan hafi ekki verið leikin. Leikstjórinn hafi samþykkt þetta og hún ekki viljað vera stelpan sem öskraði stopp. Um var að ræða tökur á myndinni Undir halastjörnu og segir Ari Alexander erfitt fyrir sig og aðra við tökur þennan föstudagsmorgun árið 2016 þurfa að sitja undir ásökunum hennar, nú í tæplega þrjú ár. Hið rétta sé að hún hafi því sem næst rifið aðra leikkonu úr fötunum, Atli Rafn hafði beðið um að þau myndu ekki fækka fötum vegna vinskapar hans við föður stúlkunnar og stúlkan hafi óskað eftir því að fá að halda nærfötunum sem notuð voru í senunni. „Hún á bara að skammast sín þessi manneskja,“ segir Ari Alexander í samtali við Vísi. „Við erum fjörutíu manns á settinu. Hún er að ljúga upp á okkur öll.“Atli Rafn neitaði því í morgun að hafa brotið á nokkurri manneskju. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort upplifun hans af atvikum væri önnur en þeirra sem kvörtuðu þar sem hann vissi ekki hver þau væru.Vísir/EgillVill þrettán milljónir króna í bætur Mál Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og leikhússtjóranum Kristínu Eysteinsdóttur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Deilt var um hvort leikhússtjórinn og Leikfélag Reykjavíkur hefði farið að reglum þegar mál Atla Rafns gegn þeim vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Atli Rafn krefst þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnarinnar en hann fullyrðir að hann hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni vegna uppsagnarinnar og ásakananna. Atli Rafn var rekinn í desember árið 2017, tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu þar sem hann átti að fara með hlutverk, eftir að Kristínu leikhússtjóra bárust á um tveggja vikna tímabili sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis af hálfu Atla Rafns, að sögn Kristínar. Eitt þeirra atvika á að hafa gerst í Borgarleikhúsinu eftir að hann kom þangað á ársláni frá Þjóðleikhúsinu við upphaf leikársins 2017 til 2018. Þrír kvartendur munu hafa starfað í Borgarleikhúsinu á þeim tíma sem Atli var þar við störf, að sögn Kristínar. Síðan þá hefur Atli Rafn mótmælt því harðlega að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hver setti ásakanirnar fram, hve margar þær voru eða nánari lýsingu á atvikunum. Atli Rafn hafnar því að hafa brotið á nokkrum og að meðferð leikhússins á málinu hafi gert honum ókleift að svara fyrir ásakanirnar. Kristín hefur borið við trúnaði við þá einstaklinga sem tilkynntu atvikin. Ákvörðun hafi verið tekin um að segja Atla Rafni upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis þeirra og alvarleika.Sagan sem Atli Rafn segist vera lygasaga. Ari Alexander tekur undir það og fullyrðir að allir á tökustað séu honum sammála.Segist hafa kannast við eina sögu Fram kom í vitnisburði Atla Rafns í gær að þegar Kristín kallaði hann á sinn fund þann 16. desember 2017 hafi hann verið alfarið grunlaus. Þar hafi leikhússtjóri og þáverandi framkvæmdastjóri leikhússins tilkynnt honum að kvartað hefði verið undan honum vegna kynferðislegrar áreitni. Honum hafi verið sagt upp á staðnum og dreginn úr öllum verkefnum leikhússins. Hann sagðist auðvitað hafa þráspurt þær um upplýsingar en án árangurs. „Ég var svo hissa að mér fannst svona þegar það leið á fundinn, að mín viðbrögð kæmu þeim á óvart. Ég held að þær hafi frekar búist við að atvik myndu þróast með þeim hætti að þarna yrði einhver iðrandi syndari sem myndi skammast sín fyrir framan þær,“ sagði Atli Rafn. Metoo-byltingin svonefnda, þar sem konur af fjölmörgum sviðum samfélagsins höfðu stigið fram og greint frá sögum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, var í hámæli þegar mál Atla Rafns kom upp. Hann sagðist hafa talið það átak gott og þarft og hann hafi talið sig jafnréttissinna og femínista. Atli Rafn sagðist kannast við eina sögu um sig af þeim 62 sem voru birtar undir merkjunum Tjaldið fellur. Um var að ræða reynslusögur kvenna úr sviðslistaheiminum. Atli fullyrðir að sagan hafi verið lygasaga. Þar hafi hann verið í atriði með tveimur ungum leikkonum þar sem kynferðislegt athæfi hafi verið leikið, áfengisdrykkja og dans. Sagan um hann hafi verið á þá leið að hann hafi verið mikið drukkinn og stungið tungu sinni upp í aðra stúlkuna.Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri.Fréttablaðið/ErnirHeilsaði honum ekki eftir 25 ára vinskap Sagði Atli Rafn að stúlkan hafi unnið sem tæknimaður í Borgarleikhúsinu og faðir hennar sem listamaður þar. Maðurinn, sem hann hafi þekkt í um 25 ár, hafi ekki heilsað sér á göngum leikhússins og lýsti Atli Rafn andrúmsloftinu sem óþægilegu fyrir sig. Hann hafi reynt að hreinsa loftið við manninn sem hafi ekki svarað umleitunum hans. Atli Rafn sagðist ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga stúlkunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans en hún hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North. Ari Alexander segir að honum hafi borist harðort bréf frá Bergi Þór Ingólfssyni.Barst harðort bréf frá Bergi Þór Ari Alexander lýsir því að Atli Rafn hafi hringt í sig eftir uppsögnina hjá Kristínu. Þá var liðið ár frá upptökunum á Undir halastjörnu og taldi Atli allar líkur á því að ásakanirnar snerust um umrætt mál enda væri unga konan starfsmaður í Borgarleikhúsinu. Ari Alexander rifjar upp að Leifur Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem kom að gerð myndarinnar, hafi hringt í sig alveg brjálaður eftir að tökum á myndinni lauk í desember 2016. Þá hafi Bergur Þór Ingólfsson, faðir leikkonunnar ungu, haft samband við hann. Og var ekki sáttur. „Hann var alveg brjálaður. Hvað væri að gerast? Dóttir mín að leika í kynlífssenu í mynd?“ segir Ari Alexander. Það hafi fylgt sögunni að enginn hafi gert neitt og bara hlegið. Bréf Bergs Þórs til Leifs hafi verið afar harðort en Ari Alexander og aðrir í tökuliðinu hafi komið af fjöllum. Allt í einu eigi hún að hafa átt að vera í einfaldri senu á bar en endað í kynlífssenu. Þá hafi tökuliðið verið á blindafylleríi á tökustað og svo aftur á leiðinni til Reykjavíkur daginn eftir. Ari Alexander segir ungu leikkonuna hafa verið með átta öðrum í bíl og bílstjórinn sagt hana hafa verið hressa. Allir yfirmenn á setti hafi verið krafðir af True North að gefa skýrslu um leið og málið kom upp. Öllum hafi verið ljóst að unga konan væri ekki að segja satt en ákveðið var að aðhafast ekkert.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Bergur hafi ekki viljað hitta leikstjórann og True North Ari Alexander segist hafa boðið Bergi og dóttur hans að hitta sig og Leif svo hann, sem bar ábyrgð á tökustað, gæti farið yfir málið með Bergi Þór og útskýra. „Ég er leikstjóri, framleiðandi og æðsti maður á settinu. Væri ekki eðlilegt að ræða við mig?“ Því hafi Bergur Þór hafnað. Hann hafi boðið Bergi Þór að fá sendar tökurnar af atriðinu. Bergur Þór hafi beðist undan því. Bergur Þór hafi þó viljað fá að sjá lokasenuna, hvernig hún yrði klippt. Ara hafi fundist það í meira lagi skrýtið að faðir leikkonu á 22 aldursári vildi mæta í klippiherbergi og sjá hvernig senan yrði klippt.Atli Rafn, til vinstri, í myndinni Undir halastjörnu en myndin fjallar um líkfundarmálið svonefnda sem gerðist að stærstum hluta á Austfjörðum árið 2004.Atli hafi óskað eftir því að sleppa nekt Ari Alexander þvertekur fyrir að breytingar hafi verið gerðar á handritinu. Eina breytingin var sú að upphaflega áttu stelpurnar í atriðinu að vera útlenskar en urðu svo íslenskar. Umrætt atriði hafi verið skotið klukkan tíu að morgni á löngum lokadegi. Takan hafi verið þrjár senur og tekið um klukkustund. Þetta hafi verið síðasti tökudagur á Djúpavogi og allt á fullu enda tímapressan mikil. Tvær stelpur komi inn á hótel og Atli taki eftir þeim. Hann steli blómvendi, setjist hjá þeim og spyrji þær hvorri þeirra hann eigi að giftast. Svo sé kampavínsflaska opnuð, farið upp á herbergi, þau taki kókaín, þær dansi sig úr hverri spjör og eigi svo að rassskella Atla með þessum blómvendi. „Það eru engar samfarir í handritinu eða neitt slíkt,“ segir Ari Alexander. Þannig hafi unga konan í raun verið með allan æsinginn eins og Ari Alexander kemst að orði. „Hún stekkur á vinkonu sína og rífur hana því sem næst úr öllum fötunum,“ segir Ari Alexander. Atli Rafn hafi að hans sögn tjáð Ara að honum finnist það rosalega óþægilegt að stelpurnar séu naktar enda sé önnur þeirra dóttir vinar hans og samstarfsmanns úr leikhúsinu. Ari Alexander hafi sagt að senan kallaði líklega ekki á nekt, eins og lagt hafði verið upp með, og svo hafi atriðið bara klárast og farið í næsta enda nóg að gera þennan síðasta tökudag. Af og frá sé að nokkur hafi verið fullur. Kampavínsflaska hafi verið notuð fyrir augnablikið þegar hún er opnuð. Það líðist ekki í dag að fólk sé fullt á tökustað. Hvað þá klukkan tíu að morgni.Mikil og kröftug umræða skapaðist um uppreist æru þegar Robert Downey, sem hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, sótti um slíkt.KompásFattaði reiðina þegar mál Roberts Downey kom upp Ari Alexander segist ekki hafa skilið upphlaupið sem orðið hafi vegna málsins fyrr en mál Roberts Downey kom upp sumarið 2017. Hálfu ári eftir upptökur á myndinni. Þar var Bergur Þór í eldlínunni vegna annarrar dóttur sinnar sem var eitt fórnarlamb hins dæmda kynferðisbrotamanns sem komst í fréttirnar þegar út spurðist að Robert hefði verið veitt uppreist æra. „Ég hélt að málið væri búið. Við vorum að klippa myndina og þessi sena fer eitthvað í taugarnar á mér,“ segir Ari Alexander. Þá rati mál Robert Downey í fréttirnar. „Þá segi ég við Leif að ég skilji að Bergur Þór sé brjálaður. Að hin dóttirin fari að leika einhverja allsbera stelpu í senu að sjúga kókaín og drekka kampavín.“ Bergur hafi að lokum haft samband við hann og sagt hvort að senan yrði ekki klippt úr myndinni vegna hegðunar Atla Rafns. Ari Alexander segist þegar hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að taka senuna úr myndinni af virðingu við Berg Þór vegna máls Roberts Downey.Kristín Eysteinsdóttir segir engan annan kost hafa verið í stöðunni en að segja Atla Rafni upp störfum.Vísir/EgillÓgeðslegt að logið sé upp á fólk Ari Alexander hyggst stefna ungu leikkonunni fyrir frásögn hennar, meiðyrði og rógburð. Allir í leikhúsheiminum hafi vitað af þessari sögu en það hafi hreinlega ekki verið hægt að svara henni. „Ég vildi stefna henni strax en Truenorth vildi það alls ekki. Vildu sjá í hvaða átt þetta færi. Ég skil það. Ég get stokkið fljótt upp en er fljótur niður aftur,“ segir Ari Alexander. Erfitt hafi verið að sitja undir ásökunum í þrjú ár. Ekki bara hann heldur allir fjörutíu á tökustað. „Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem ég hef lent í,“ segir Ari Alexander. Hann sé alinn upp við femínísk sjónarmið, gert myndir um Yoko Ono, Jórunni Viðar og að þetta eigi að hafa gerst á hans vakt. „Það er ógeðslegt að þessu sé logið upp á okkur. Af því að pabbi hennar fær æðiskast þá fer barnið hans bara að ljúga!“ Hann hafi spurt stelpurnar í aðdraganda tökunnar hvort þær þekktu eitthvað til dópheimsins, þar sem hún átti að þykjast taka kókaín í senunni. Hún hafi sagst hafa verið á kafi í því en snúið við blaðinu. Ari Alexander hafi spurt hvort hún treysti sé samt í senuna og hún hafi svo sannarlega verið þar. Að loknum tökum hafi svo stúlkan spurt búningahönnuðinn hvort hún mætti eiga nærfötin sem hún hefði verið í því henni fyndist þau fara henni svo vel.Rýri trúverðugleika sannra metoo sagna Ari fullyrðir að allir í tökuliðinu séu ósáttir við það sem hann kallar lygasögu ungu leikkonunnar. „Algjörlega. Það eru allir fjörutíu með í þessu. Það gerðist ekkert óeðlilegt á settinu. Þetta tók varla klukkustund. Svo bara næsta sena,“ segir Ari. „Þessar tökur eru allar til.“ Hann segist ekki vera nánari vinur Atla Rafns en svo að þeir hafi kynnst við gerð myndarinnar. Eftir að málið kom upp hafi hann sagt Atla að ef hann stefndi ekki leikhúsinu þá myndu allir trúa því að þetta hefði raunverulega gerst. „Heldurðu að það viðgangist á setti að það sé brotið á einhverri ungri stúlku og allir fari að hlæja? Nei, það sé ekki svoleiðis.“ Sagan sé dæmi um sögu sem dreifist víða, allir þykist allir vita hvað hafi gerst en í raun viti enginn neitt. Nema þeir sem voru viðstaddir. Því til viðbótar hafi verið fjölmörg vitni og allt til á upptökum. „Hvað með allar hinar metoo sögurnar? Þetta rýrir allar raunverulegu sögurnar sem eiga sér stað. Hún á bara að skammast sín þessi manneskja,“ segir Ari Alexander.Hátt í 40 konur úr fjölmörgum stéttum komu fram á #Metoo viðburðum víða um land þann 10. desember 2017 þar sem lesnar voru frásagnir íslenskra kvenna.Upplifði einelti af hálfu Bergs Þórs Atli Rafn sagðist í dómssal í gær ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga ungu leikkonunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans. Kristín hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Ari Alexander tekur undir þetta. Atli Rafn hafi starfað ár eftir ár í Þjóðleikhúsinu án þess að upp hafi komið vandamál. Hann bætir við að Þjóðleikhússtjóri hafi beðið starfsfólk leikhússins sérstaklega að koma til sín og ræða við sig í trúnaði hefðu þau sögur að segja af Atla Rafni. Hins vegar hafi Atli Rafn á örfáum mánuðum sett Borgarleikhúsið á hliðina. Það sé varla tilviljun að það hafi gerst í kjölfarið á metoo sögu ungu leikkonunnar sem starfaði í Borgarleikhúsinu með Atla Rafni, eins og Bergur Þór faðir hennar og móðir hennar sömuleiðis. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn í dómssal hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.Fréttastofa reyndi ítrekað að ná sambandi við Berg Þór Ingólfsson og dóttur hans í gær vegna orða Ara Alexanders en án árangurs. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung aukaleikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. Bergur Þór Ingólfsson, faðir ungu konunnar, hafi gengið hart fram í málinu. Skiljanlega enda hafi mál Robert Downey og uppreist æru hans verið í hámæli um þetta leyti og önnur dóttir hans verið meðal fórnarlamba. Hins vegar rýri sagan trúverðugleika annarra sagna í hreyfingu sem hafi skipt máli.Sagan var ein 62 sem birtist undir merkjum Tjaldið fellur en unga sviðslistakonan starfaði þá hjá Borgarleikhúsinu þar sem Atli Rafn var á eins árs lánssamningi. Þar lýsti unga konan að sena sem hún hefði átt að leika í kvikmynd hefði breyst í kynferðislega senu og henni liðið eins og hún væri að leika í klámmynd. Kynlífssenan hafi ekki verið leikin. Leikstjórinn hafi samþykkt þetta og hún ekki viljað vera stelpan sem öskraði stopp. Um var að ræða tökur á myndinni Undir halastjörnu og segir Ari Alexander erfitt fyrir sig og aðra við tökur þennan föstudagsmorgun árið 2016 þurfa að sitja undir ásökunum hennar, nú í tæplega þrjú ár. Hið rétta sé að hún hafi því sem næst rifið aðra leikkonu úr fötunum, Atli Rafn hafði beðið um að þau myndu ekki fækka fötum vegna vinskapar hans við föður stúlkunnar og stúlkan hafi óskað eftir því að fá að halda nærfötunum sem notuð voru í senunni. „Hún á bara að skammast sín þessi manneskja,“ segir Ari Alexander í samtali við Vísi. „Við erum fjörutíu manns á settinu. Hún er að ljúga upp á okkur öll.“Atli Rafn neitaði því í morgun að hafa brotið á nokkurri manneskju. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort upplifun hans af atvikum væri önnur en þeirra sem kvörtuðu þar sem hann vissi ekki hver þau væru.Vísir/EgillVill þrettán milljónir króna í bætur Mál Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og leikhússtjóranum Kristínu Eysteinsdóttur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Deilt var um hvort leikhússtjórinn og Leikfélag Reykjavíkur hefði farið að reglum þegar mál Atla Rafns gegn þeim vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Atli Rafn krefst þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnarinnar en hann fullyrðir að hann hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni vegna uppsagnarinnar og ásakananna. Atli Rafn var rekinn í desember árið 2017, tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu þar sem hann átti að fara með hlutverk, eftir að Kristínu leikhússtjóra bárust á um tveggja vikna tímabili sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis af hálfu Atla Rafns, að sögn Kristínar. Eitt þeirra atvika á að hafa gerst í Borgarleikhúsinu eftir að hann kom þangað á ársláni frá Þjóðleikhúsinu við upphaf leikársins 2017 til 2018. Þrír kvartendur munu hafa starfað í Borgarleikhúsinu á þeim tíma sem Atli var þar við störf, að sögn Kristínar. Síðan þá hefur Atli Rafn mótmælt því harðlega að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hver setti ásakanirnar fram, hve margar þær voru eða nánari lýsingu á atvikunum. Atli Rafn hafnar því að hafa brotið á nokkrum og að meðferð leikhússins á málinu hafi gert honum ókleift að svara fyrir ásakanirnar. Kristín hefur borið við trúnaði við þá einstaklinga sem tilkynntu atvikin. Ákvörðun hafi verið tekin um að segja Atla Rafni upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis þeirra og alvarleika.Sagan sem Atli Rafn segist vera lygasaga. Ari Alexander tekur undir það og fullyrðir að allir á tökustað séu honum sammála.Segist hafa kannast við eina sögu Fram kom í vitnisburði Atla Rafns í gær að þegar Kristín kallaði hann á sinn fund þann 16. desember 2017 hafi hann verið alfarið grunlaus. Þar hafi leikhússtjóri og þáverandi framkvæmdastjóri leikhússins tilkynnt honum að kvartað hefði verið undan honum vegna kynferðislegrar áreitni. Honum hafi verið sagt upp á staðnum og dreginn úr öllum verkefnum leikhússins. Hann sagðist auðvitað hafa þráspurt þær um upplýsingar en án árangurs. „Ég var svo hissa að mér fannst svona þegar það leið á fundinn, að mín viðbrögð kæmu þeim á óvart. Ég held að þær hafi frekar búist við að atvik myndu þróast með þeim hætti að þarna yrði einhver iðrandi syndari sem myndi skammast sín fyrir framan þær,“ sagði Atli Rafn. Metoo-byltingin svonefnda, þar sem konur af fjölmörgum sviðum samfélagsins höfðu stigið fram og greint frá sögum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, var í hámæli þegar mál Atla Rafns kom upp. Hann sagðist hafa talið það átak gott og þarft og hann hafi talið sig jafnréttissinna og femínista. Atli Rafn sagðist kannast við eina sögu um sig af þeim 62 sem voru birtar undir merkjunum Tjaldið fellur. Um var að ræða reynslusögur kvenna úr sviðslistaheiminum. Atli fullyrðir að sagan hafi verið lygasaga. Þar hafi hann verið í atriði með tveimur ungum leikkonum þar sem kynferðislegt athæfi hafi verið leikið, áfengisdrykkja og dans. Sagan um hann hafi verið á þá leið að hann hafi verið mikið drukkinn og stungið tungu sinni upp í aðra stúlkuna.Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri.Fréttablaðið/ErnirHeilsaði honum ekki eftir 25 ára vinskap Sagði Atli Rafn að stúlkan hafi unnið sem tæknimaður í Borgarleikhúsinu og faðir hennar sem listamaður þar. Maðurinn, sem hann hafi þekkt í um 25 ár, hafi ekki heilsað sér á göngum leikhússins og lýsti Atli Rafn andrúmsloftinu sem óþægilegu fyrir sig. Hann hafi reynt að hreinsa loftið við manninn sem hafi ekki svarað umleitunum hans. Atli Rafn sagðist ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga stúlkunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans en hún hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North. Ari Alexander segir að honum hafi borist harðort bréf frá Bergi Þór Ingólfssyni.Barst harðort bréf frá Bergi Þór Ari Alexander lýsir því að Atli Rafn hafi hringt í sig eftir uppsögnina hjá Kristínu. Þá var liðið ár frá upptökunum á Undir halastjörnu og taldi Atli allar líkur á því að ásakanirnar snerust um umrætt mál enda væri unga konan starfsmaður í Borgarleikhúsinu. Ari Alexander rifjar upp að Leifur Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem kom að gerð myndarinnar, hafi hringt í sig alveg brjálaður eftir að tökum á myndinni lauk í desember 2016. Þá hafi Bergur Þór Ingólfsson, faðir leikkonunnar ungu, haft samband við hann. Og var ekki sáttur. „Hann var alveg brjálaður. Hvað væri að gerast? Dóttir mín að leika í kynlífssenu í mynd?“ segir Ari Alexander. Það hafi fylgt sögunni að enginn hafi gert neitt og bara hlegið. Bréf Bergs Þórs til Leifs hafi verið afar harðort en Ari Alexander og aðrir í tökuliðinu hafi komið af fjöllum. Allt í einu eigi hún að hafa átt að vera í einfaldri senu á bar en endað í kynlífssenu. Þá hafi tökuliðið verið á blindafylleríi á tökustað og svo aftur á leiðinni til Reykjavíkur daginn eftir. Ari Alexander segir ungu leikkonuna hafa verið með átta öðrum í bíl og bílstjórinn sagt hana hafa verið hressa. Allir yfirmenn á setti hafi verið krafðir af True North að gefa skýrslu um leið og málið kom upp. Öllum hafi verið ljóst að unga konan væri ekki að segja satt en ákveðið var að aðhafast ekkert.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Bergur hafi ekki viljað hitta leikstjórann og True North Ari Alexander segist hafa boðið Bergi og dóttur hans að hitta sig og Leif svo hann, sem bar ábyrgð á tökustað, gæti farið yfir málið með Bergi Þór og útskýra. „Ég er leikstjóri, framleiðandi og æðsti maður á settinu. Væri ekki eðlilegt að ræða við mig?“ Því hafi Bergur Þór hafnað. Hann hafi boðið Bergi Þór að fá sendar tökurnar af atriðinu. Bergur Þór hafi beðist undan því. Bergur Þór hafi þó viljað fá að sjá lokasenuna, hvernig hún yrði klippt. Ara hafi fundist það í meira lagi skrýtið að faðir leikkonu á 22 aldursári vildi mæta í klippiherbergi og sjá hvernig senan yrði klippt.Atli Rafn, til vinstri, í myndinni Undir halastjörnu en myndin fjallar um líkfundarmálið svonefnda sem gerðist að stærstum hluta á Austfjörðum árið 2004.Atli hafi óskað eftir því að sleppa nekt Ari Alexander þvertekur fyrir að breytingar hafi verið gerðar á handritinu. Eina breytingin var sú að upphaflega áttu stelpurnar í atriðinu að vera útlenskar en urðu svo íslenskar. Umrætt atriði hafi verið skotið klukkan tíu að morgni á löngum lokadegi. Takan hafi verið þrjár senur og tekið um klukkustund. Þetta hafi verið síðasti tökudagur á Djúpavogi og allt á fullu enda tímapressan mikil. Tvær stelpur komi inn á hótel og Atli taki eftir þeim. Hann steli blómvendi, setjist hjá þeim og spyrji þær hvorri þeirra hann eigi að giftast. Svo sé kampavínsflaska opnuð, farið upp á herbergi, þau taki kókaín, þær dansi sig úr hverri spjör og eigi svo að rassskella Atla með þessum blómvendi. „Það eru engar samfarir í handritinu eða neitt slíkt,“ segir Ari Alexander. Þannig hafi unga konan í raun verið með allan æsinginn eins og Ari Alexander kemst að orði. „Hún stekkur á vinkonu sína og rífur hana því sem næst úr öllum fötunum,“ segir Ari Alexander. Atli Rafn hafi að hans sögn tjáð Ara að honum finnist það rosalega óþægilegt að stelpurnar séu naktar enda sé önnur þeirra dóttir vinar hans og samstarfsmanns úr leikhúsinu. Ari Alexander hafi sagt að senan kallaði líklega ekki á nekt, eins og lagt hafði verið upp með, og svo hafi atriðið bara klárast og farið í næsta enda nóg að gera þennan síðasta tökudag. Af og frá sé að nokkur hafi verið fullur. Kampavínsflaska hafi verið notuð fyrir augnablikið þegar hún er opnuð. Það líðist ekki í dag að fólk sé fullt á tökustað. Hvað þá klukkan tíu að morgni.Mikil og kröftug umræða skapaðist um uppreist æru þegar Robert Downey, sem hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, sótti um slíkt.KompásFattaði reiðina þegar mál Roberts Downey kom upp Ari Alexander segist ekki hafa skilið upphlaupið sem orðið hafi vegna málsins fyrr en mál Roberts Downey kom upp sumarið 2017. Hálfu ári eftir upptökur á myndinni. Þar var Bergur Þór í eldlínunni vegna annarrar dóttur sinnar sem var eitt fórnarlamb hins dæmda kynferðisbrotamanns sem komst í fréttirnar þegar út spurðist að Robert hefði verið veitt uppreist æra. „Ég hélt að málið væri búið. Við vorum að klippa myndina og þessi sena fer eitthvað í taugarnar á mér,“ segir Ari Alexander. Þá rati mál Robert Downey í fréttirnar. „Þá segi ég við Leif að ég skilji að Bergur Þór sé brjálaður. Að hin dóttirin fari að leika einhverja allsbera stelpu í senu að sjúga kókaín og drekka kampavín.“ Bergur hafi að lokum haft samband við hann og sagt hvort að senan yrði ekki klippt úr myndinni vegna hegðunar Atla Rafns. Ari Alexander segist þegar hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að taka senuna úr myndinni af virðingu við Berg Þór vegna máls Roberts Downey.Kristín Eysteinsdóttir segir engan annan kost hafa verið í stöðunni en að segja Atla Rafni upp störfum.Vísir/EgillÓgeðslegt að logið sé upp á fólk Ari Alexander hyggst stefna ungu leikkonunni fyrir frásögn hennar, meiðyrði og rógburð. Allir í leikhúsheiminum hafi vitað af þessari sögu en það hafi hreinlega ekki verið hægt að svara henni. „Ég vildi stefna henni strax en Truenorth vildi það alls ekki. Vildu sjá í hvaða átt þetta færi. Ég skil það. Ég get stokkið fljótt upp en er fljótur niður aftur,“ segir Ari Alexander. Erfitt hafi verið að sitja undir ásökunum í þrjú ár. Ekki bara hann heldur allir fjörutíu á tökustað. „Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem ég hef lent í,“ segir Ari Alexander. Hann sé alinn upp við femínísk sjónarmið, gert myndir um Yoko Ono, Jórunni Viðar og að þetta eigi að hafa gerst á hans vakt. „Það er ógeðslegt að þessu sé logið upp á okkur. Af því að pabbi hennar fær æðiskast þá fer barnið hans bara að ljúga!“ Hann hafi spurt stelpurnar í aðdraganda tökunnar hvort þær þekktu eitthvað til dópheimsins, þar sem hún átti að þykjast taka kókaín í senunni. Hún hafi sagst hafa verið á kafi í því en snúið við blaðinu. Ari Alexander hafi spurt hvort hún treysti sé samt í senuna og hún hafi svo sannarlega verið þar. Að loknum tökum hafi svo stúlkan spurt búningahönnuðinn hvort hún mætti eiga nærfötin sem hún hefði verið í því henni fyndist þau fara henni svo vel.Rýri trúverðugleika sannra metoo sagna Ari fullyrðir að allir í tökuliðinu séu ósáttir við það sem hann kallar lygasögu ungu leikkonunnar. „Algjörlega. Það eru allir fjörutíu með í þessu. Það gerðist ekkert óeðlilegt á settinu. Þetta tók varla klukkustund. Svo bara næsta sena,“ segir Ari. „Þessar tökur eru allar til.“ Hann segist ekki vera nánari vinur Atla Rafns en svo að þeir hafi kynnst við gerð myndarinnar. Eftir að málið kom upp hafi hann sagt Atla að ef hann stefndi ekki leikhúsinu þá myndu allir trúa því að þetta hefði raunverulega gerst. „Heldurðu að það viðgangist á setti að það sé brotið á einhverri ungri stúlku og allir fari að hlæja? Nei, það sé ekki svoleiðis.“ Sagan sé dæmi um sögu sem dreifist víða, allir þykist allir vita hvað hafi gerst en í raun viti enginn neitt. Nema þeir sem voru viðstaddir. Því til viðbótar hafi verið fjölmörg vitni og allt til á upptökum. „Hvað með allar hinar metoo sögurnar? Þetta rýrir allar raunverulegu sögurnar sem eiga sér stað. Hún á bara að skammast sín þessi manneskja,“ segir Ari Alexander.Hátt í 40 konur úr fjölmörgum stéttum komu fram á #Metoo viðburðum víða um land þann 10. desember 2017 þar sem lesnar voru frásagnir íslenskra kvenna.Upplifði einelti af hálfu Bergs Þórs Atli Rafn sagðist í dómssal í gær ítrekað hafa spurt Kristínu leikhússtjóra hvort saga ungu leikkonunnar hafi verið hvati að brottrekstri hans. Kristín hefði neitað því. Sjálfur sagðist Atli Rafn telja það klárlega hafa haft áhrif. Faðir hennar hafi verið áhrifamaður í leikhúsinu og hann hafi hegðað sér gagnvart Atla Rafni svo jaðrað hafi við „eineltistilburðum“. Ari Alexander tekur undir þetta. Atli Rafn hafi starfað ár eftir ár í Þjóðleikhúsinu án þess að upp hafi komið vandamál. Hann bætir við að Þjóðleikhússtjóri hafi beðið starfsfólk leikhússins sérstaklega að koma til sín og ræða við sig í trúnaði hefðu þau sögur að segja af Atla Rafni. Hins vegar hafi Atli Rafn á örfáum mánuðum sett Borgarleikhúsið á hliðina. Það sé varla tilviljun að það hafi gerst í kjölfarið á metoo sögu ungu leikkonunnar sem starfaði í Borgarleikhúsinu með Atla Rafni, eins og Bergur Þór faðir hennar og móðir hennar sömuleiðis. Þegar verjandi Leikfélagsins spurði Atla Rafn í dómssal hvort hugsast gæti að upplifun hans af ásökunum væri önnur en þeirra sem hefðu sett þær fram sagðist hann ekki getað svarað því þar sem hann vissi ekki hverjar þær væru.Fréttastofa reyndi ítrekað að ná sambandi við Berg Þór Ingólfsson og dóttur hans í gær vegna orða Ara Alexanders en án árangurs.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson sagði að honum hefði verið haldið í algeru myrkri um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 26. september 2019 11:15
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54