Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2019 21:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: "Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta." Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20