Hamfarahlýnun hrekur fólk á flótta Kristín S.Hjálmtýsdóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun