Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 19:00 Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22