Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2019 10:21 Rostungar eru stórar skepnur. Brimlar verða yfir tonn að þyngd og algengt að skögultennurnar nái yfir 50 sentímetra lengd. Vísir/getty Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn: Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer sagði frá málinu og vitnaði í rússneska miðla, sem þó segja óljóst frá atvikum. Rússneski norðurflotinn hafði tekið að sér að koma vísindaleiðangri landfræðifélagins til Frans Jósefslands, sem er rússneskur eyjaklasi austur af Svalbarða. Dráttarbátur hersins sigldi að einni eyjunni en síðan var ætlunin að ferja mannskapinn í land í gúmmíbát.Rússneski norðurflotinn birti þessa mynd úr leiðangrinum til Frans Jósefslands.Mynd/Norðurflotinn.Heimildum ber ekki saman um hvort það hafi verið einn eða fleiri rostungar sem réðust á bátinn. Sagt er að þarna hafi verið rostungsurtur sem sennilega hafi óttast um kópa sína. „Báturinn sökk, en það tókst að koma í veg fyrir harmleik, þökk sé skjótum viðbrögðum sjóliðsforingjans. Allir um borð náðu örugglega í land,“ segir í fréttatilkynningu frá Landfræðifélaginu. Norðurflotinn segir einnig frá sama leiðangri en minnist aðeins stuttlega á að „..við lendingu við Cape Heller þurfti hópur vísindamanna að flýja rostungsurtu sem réðst á leiðangursbát þegar hún varði kóp sinn“. Ekkert er minnst á það í frásögn sjóhersins að báturinn hafi sökkið, aðeins sagt að tekist hafi að forðast alvarleg vandræði „..þökk sé skýrum og vel samræmdum aðgerðum liðsmanna Norðurflotans, sem gátu náð bátnum frá dýrunum án þess að valda þeim skaða“.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaRostungar sjást af og til við strendur Íslands. Tímamótarannsókn, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrra, bendir þó til að sérstakur stofn rostunga hafi áður verið á Íslandi en stofninn hafi horfið fljótlega eftir landnám. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íslenska rostungastofninn:
Dýr Landnemarnir Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. 13. september 2019 13:14