Framsókn er komin í erfiða stöðu Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2019 06:15 Umræðan um orkupakkann virðist ekki hafa áhrif á stóru myndina í íslenskum stjórnmálum. Viðreisn, Píratar og Samfylking hafa unnið með ágætum saman í stjórnarandstöðu og er líklegt að þessir flokkar reyni stjórnarsamstarf með öðrum flokkum eftir næstu kosningar. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira