Framsókn er komin í erfiða stöðu Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2019 06:15 Umræðan um orkupakkann virðist ekki hafa áhrif á stóru myndina í íslenskum stjórnmálum. Viðreisn, Píratar og Samfylking hafa unnið með ágætum saman í stjórnarandstöðu og er líklegt að þessir flokkar reyni stjórnarsamstarf með öðrum flokkum eftir næstu kosningar. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm flokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Því má segja að stuðningsmenn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar flokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist flokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylkingu, Vinstri græn, Miðflokk, Viðreisn og Pírata að flokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk flokkanna gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveimur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreifist mjög jafnt milli margra flokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjörtímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknarflokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokksins gríðarlega þegar aldur er skoðaður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðflokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira