„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra. Í frétt Sabah, blaðsins sem birti afrit af hljóðupptökunni, er fullyrt að samtal mannanna sé tekið upp inni í ræðisskrifstofunni. Tyrkneska leyniþjónustan hafi svo komist yfir upptökuna. Hinstu orð Khashoggi eru á meðal þess sem kemur fram á upptökunni. Khashoggi hafði sem blaðamaður verið gagnrýninn á valdhafa í Sádi-Arabíu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið. Stjórnvöld í Ríad gáfu fjölda misvísandi yfirlýsinga um dauða Khashoggi þar til þau viðurkenndu loks að hann hefði verið myrtur á ræðisskrifstofunni. Lík hans hefur enn ekki fundist. Talið er að það hafi verið bútað í sundur á skrifstofunni.Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu hafi gefið skipun um morðið.Vísir/EPAFréttaflutningur Sabah af morðinu á Khashoggi hefur vakið heimsathygli undanfarið ár. Í frétt BBC af málinu segir þó að upplýsingar blaðsins hafi þó í einhverjum tilfellum verið véfengdar. Nýjasta frétt blaðsins af málinu tekur umrædda upptöku fyrir. Þar er t.d. vitnað í réttarmeinafræðing (e. forensic expert) sem lýsir Khashoggi sem „dýri til að fórna“ á meðan hann bíður eftir að blaðamaðurinn mæti á ræðisskrifstofuna. Þá virðist sem runnið hafi tvær grímur á Khashoggi þegar honum var tjáð að Interpol hefði skipað honum að snúa aftur til Ríad. Samkvæmt upptökunni neitaði Khashoggi að fylgja ýmsum skipunum mannanna, sem sögðu honum m.a. að senda syni sínum skilaboð. Khashoggi á þá að hafa spurt morðingja sína hvort þeir hygðust byrla honum ólyfjan, sem þeir svo gerðu. Þegar Khashoggi hafði verið byrlað bað hann morðingjana um að gæta þess að halda munni hans ekki lokuðum. „Ég er með astma. Ekki gera það, þið munuð kæfa mig,“ heyrist Khashoggi segja. Svo virðist sem þetta séu hinstu orð blaðamannsins en í frétt Sabah kemur fram að morðingjarnir hafi sett poka yfir höfuð hans og þannig kæft hann. Í fréttinni segir einnig að á upptökunni megi heyra þegar réttarmeinafræðingurinn bútar lík Khashoggi niður. Lengi hafa verið uppi kenningar um tilvist upptöku af hinstu augnablikum Khashoggis, að því er segir í frétt BBC. Þannig hafa tyrknesk stjórnvöld opinberlega staðfest að slíkar upptökur séu til. Ekki er þó ljóst hvernig Sabah komst yfir upptökuna.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu. 23. júní 2019 17:02