Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“ Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“
Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55