Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“ Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“
Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55