Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“ Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“
Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55