Segja fjárlagafrumvarpið hlífa hátekjufólki og einkennast af óskhyggju og draumsýn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2019 12:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir það einkennast af draumsýn og óskhyggju. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. „Eins og kunnugt er var nauðsynlegt að enduskoða stefnu með fjármálasetenuf og þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun sem lögð var fram í lok mars vegna breyttra efnahagshorfa. Þetta var gert til þess að stuðla að því að aðhaldsstig opinberra fjármála yki ekki á samdrátt eða hjöðnun hagvaxtar umfram þá aðlögun sem hagkerfið gengur í gegnum og fólu endurskoðun stefnumið í sér lækkun afkomumarkmiða,“ segir Bjarni. Frumvarpið endurspegli markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu. „Fjárhagslegur styrkur ríkissjóðs er afleiðing þess góða árangurs sem náðst hefur undanfarin ár og leiðir hann til þess að unnt er að halda áfram uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins,“ segir Bjarni.Hlífi hátekjufólki um of Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir að taka ekki mið áhrifaþáttum í alþjóðasamfélaginu og tók mið af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína og og benti á að útganga Bretlands út Evrópusambandinu hefði áhrif á önnur lönd. Oddný gagnrýndi þá ríkisstjórnina fyrir að gera ekki kröfu til þeirra sem standi best í samfélaginu og nutu uppsveiflunnar um að leggja meira til samfélagsins í gegnum skattkerfið í niðursveiflu. „Þvert á móti eru boðaðar breytingar á því hvernig skattstofn fyrir fjármagnstekjur eru reiknaðar sem ver fjármagnseigendur fyrir verðbólgu og er til lækkunar á skattinum. Ég vil því spyrja háttvirtan ráðherra hvort hann telji að óskhyggjan sem mér sýnist birtast í frumvarpinu um að allt fari á betri veg þótt útlit sé fyrir annað sé í anda laga um opinber fjármál, hvernig brugðist verði við verri stöðu og hvort gripið verði til niðurskurðar í velferðarkerfinu frekar en að afla tekna ef næsta hagspá verður verri en sú síðasta,“ spurði Oddný.Bjarni tók undir með Oddnýju að hluta til og sagði að vissulega væri alltaf óvissa um framtíðina. Það væru blikur á lofti víða í alþjóðavipskiptum sem gætu bitnað á viðskiptakjörum Íslendinga. Hann bendir þó á að: „Það sem við notum til grundvallar eru hins vegar eru bara opinberar hagspár, það er það sem við höfum í höndunum, við gerum ekki okkar eigin hagspá, við gerum ekki ráð fyrir betri eða verri niðurstöðum við bara notum opinberar tölur og það er í samræmi við lögin.“ Segir ríkisstjórnina ekki vera í tengslum við efnahagslegan veruleika Þorsteinn Víglundsson, segir að ríkisstjórnin sé í engum tengslum við hinn efnahagslega veruleika sem blasi við. Hann hafi ítrekað gagnrýnt ríkisstjórnina þegar kæmi að fjárlagagerð og yfirlýstri stórsókn í ríkisútgjöldum. Ítrekað hafi þurft að endurskoða efnahagslegar forsendur. „Við höfum ítrekað gagnrýnt þessa ríkisstjórn fyrir óskhyggju þegar kemur að fjárlagagerðinni og þeirri yfirlýstu stórsókn sem ríkisstjórnin er stofnuð um.“ segir Þorsteinn Víglundsson.Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar.„Hvernig í ósköpunum stendur á því að við stóðum hér fyrir ári síðan og ræddum fjárlagagerð fyrir árið 2019 – yfirstandandi ár – þurftum síðan að endurskoða það frá grunni í vinnu fjárlaganefndar í nóvember, þurftum síðan að endurskoða forsendur þess efnahagslega enn eina ferðina í umræðum um nýja fjármálastefnu hér í vetur og sjáum síðan í útkomuspá fyrir þetta ár að ekki einu sinni þær forsendur ætla að ganga eftir. Heldur er hér fjörutíu milljarða veikleiki, að minnsta kosti, í framkvæmd fjárlaga fyrir 2019 að þá er engu að síður komið, eins og ekkert hafi í skorist, fram með fjárlagafrumvarp fyrir 2020 og hér er rósrauð og björt framtíð, tekjur mnu fyrir eitthvert kraftaverk taka við sér strax á næsta ári og útgjöld munu ekki fara neitt úr böndunum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi misst tökin á ríkisfjármálunum nú þegar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Fjárlagafrumvarpið byggi á opinberum spám í stað tilfinninga Bjarni segir að ræða Þorsteins hefði verið mikil lesning yfir hausamótunum á hagfræðingum. Varla ætti ríkisstjórnin að byggja á einhverri tilfinningu fyrir því sem kynni að gerast í stað opinberra hagspáa. Það væri þó rétt að hagspárnar hefðu ekki gengið eftir, stórir og ófyrirséðir atburðir eins og loðnubrestur og gjaldþrot WOW Air hefði skekkt myndina. Bjarni spurði Þorstein á móti: „Hvert er hið raunverulega vandamál sem háttvirtur þingmaður er að lýsa og hvar er það að bitna á fólkinu í landinu? Hvar eru mistökin við áætlanagerð að koma fram sem skellur fyrir heimilin? Er það í verðbólgunni? Nei, það getu rnú valla verið, hún er innan marka, er það í vaxtastiginu? Vaxtastigið hefur aldrei verið lægra. Er það að birtast í því að við náum ekki að standa við áætlun um uppgreiðslu skulda? Nei við erum á undan áætlun í uppgreiðslu skulda, er það í atvinnustiginu? Hvar er það sem þessi rosalegi vandi sem háttvirtur þingmaður hefur verið að tala hérna um svo misserum skiptir?“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að ekki sé búið að sýna fram á gagnsemi grænna skatta.Skjáskot/Stöð 2Birgir efast um gagnsemi grænna skatta Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í þá skatta sem lagðir eru á almenning vegna hamfarahlýnunnar. Það væri mikilvægt að sýna fram á að skattheimtan skilaði árangri út frá umhverfisverndunarsjónarmiðum. Hins vegar væri ekki búið að sýna fram á það. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 8. september 2019 13:30 Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. 6. september 2019 12:22 Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. „Eins og kunnugt er var nauðsynlegt að enduskoða stefnu með fjármálasetenuf og þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun sem lögð var fram í lok mars vegna breyttra efnahagshorfa. Þetta var gert til þess að stuðla að því að aðhaldsstig opinberra fjármála yki ekki á samdrátt eða hjöðnun hagvaxtar umfram þá aðlögun sem hagkerfið gengur í gegnum og fólu endurskoðun stefnumið í sér lækkun afkomumarkmiða,“ segir Bjarni. Frumvarpið endurspegli markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu. „Fjárhagslegur styrkur ríkissjóðs er afleiðing þess góða árangurs sem náðst hefur undanfarin ár og leiðir hann til þess að unnt er að halda áfram uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins,“ segir Bjarni.Hlífi hátekjufólki um of Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir að taka ekki mið áhrifaþáttum í alþjóðasamfélaginu og tók mið af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína og og benti á að útganga Bretlands út Evrópusambandinu hefði áhrif á önnur lönd. Oddný gagnrýndi þá ríkisstjórnina fyrir að gera ekki kröfu til þeirra sem standi best í samfélaginu og nutu uppsveiflunnar um að leggja meira til samfélagsins í gegnum skattkerfið í niðursveiflu. „Þvert á móti eru boðaðar breytingar á því hvernig skattstofn fyrir fjármagnstekjur eru reiknaðar sem ver fjármagnseigendur fyrir verðbólgu og er til lækkunar á skattinum. Ég vil því spyrja háttvirtan ráðherra hvort hann telji að óskhyggjan sem mér sýnist birtast í frumvarpinu um að allt fari á betri veg þótt útlit sé fyrir annað sé í anda laga um opinber fjármál, hvernig brugðist verði við verri stöðu og hvort gripið verði til niðurskurðar í velferðarkerfinu frekar en að afla tekna ef næsta hagspá verður verri en sú síðasta,“ spurði Oddný.Bjarni tók undir með Oddnýju að hluta til og sagði að vissulega væri alltaf óvissa um framtíðina. Það væru blikur á lofti víða í alþjóðavipskiptum sem gætu bitnað á viðskiptakjörum Íslendinga. Hann bendir þó á að: „Það sem við notum til grundvallar eru hins vegar eru bara opinberar hagspár, það er það sem við höfum í höndunum, við gerum ekki okkar eigin hagspá, við gerum ekki ráð fyrir betri eða verri niðurstöðum við bara notum opinberar tölur og það er í samræmi við lögin.“ Segir ríkisstjórnina ekki vera í tengslum við efnahagslegan veruleika Þorsteinn Víglundsson, segir að ríkisstjórnin sé í engum tengslum við hinn efnahagslega veruleika sem blasi við. Hann hafi ítrekað gagnrýnt ríkisstjórnina þegar kæmi að fjárlagagerð og yfirlýstri stórsókn í ríkisútgjöldum. Ítrekað hafi þurft að endurskoða efnahagslegar forsendur. „Við höfum ítrekað gagnrýnt þessa ríkisstjórn fyrir óskhyggju þegar kemur að fjárlagagerðinni og þeirri yfirlýstu stórsókn sem ríkisstjórnin er stofnuð um.“ segir Þorsteinn Víglundsson.Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar.„Hvernig í ósköpunum stendur á því að við stóðum hér fyrir ári síðan og ræddum fjárlagagerð fyrir árið 2019 – yfirstandandi ár – þurftum síðan að endurskoða það frá grunni í vinnu fjárlaganefndar í nóvember, þurftum síðan að endurskoða forsendur þess efnahagslega enn eina ferðina í umræðum um nýja fjármálastefnu hér í vetur og sjáum síðan í útkomuspá fyrir þetta ár að ekki einu sinni þær forsendur ætla að ganga eftir. Heldur er hér fjörutíu milljarða veikleiki, að minnsta kosti, í framkvæmd fjárlaga fyrir 2019 að þá er engu að síður komið, eins og ekkert hafi í skorist, fram með fjárlagafrumvarp fyrir 2020 og hér er rósrauð og björt framtíð, tekjur mnu fyrir eitthvert kraftaverk taka við sér strax á næsta ári og útgjöld munu ekki fara neitt úr böndunum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi misst tökin á ríkisfjármálunum nú þegar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Fjárlagafrumvarpið byggi á opinberum spám í stað tilfinninga Bjarni segir að ræða Þorsteins hefði verið mikil lesning yfir hausamótunum á hagfræðingum. Varla ætti ríkisstjórnin að byggja á einhverri tilfinningu fyrir því sem kynni að gerast í stað opinberra hagspáa. Það væri þó rétt að hagspárnar hefðu ekki gengið eftir, stórir og ófyrirséðir atburðir eins og loðnubrestur og gjaldþrot WOW Air hefði skekkt myndina. Bjarni spurði Þorstein á móti: „Hvert er hið raunverulega vandamál sem háttvirtur þingmaður er að lýsa og hvar er það að bitna á fólkinu í landinu? Hvar eru mistökin við áætlanagerð að koma fram sem skellur fyrir heimilin? Er það í verðbólgunni? Nei, það getu rnú valla verið, hún er innan marka, er það í vaxtastiginu? Vaxtastigið hefur aldrei verið lægra. Er það að birtast í því að við náum ekki að standa við áætlun um uppgreiðslu skulda? Nei við erum á undan áætlun í uppgreiðslu skulda, er það í atvinnustiginu? Hvar er það sem þessi rosalegi vandi sem háttvirtur þingmaður hefur verið að tala hérna um svo misserum skiptir?“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að ekki sé búið að sýna fram á gagnsemi grænna skatta.Skjáskot/Stöð 2Birgir efast um gagnsemi grænna skatta Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í þá skatta sem lagðir eru á almenning vegna hamfarahlýnunnar. Það væri mikilvægt að sýna fram á að skattheimtan skilaði árangri út frá umhverfisverndunarsjónarmiðum. Hins vegar væri ekki búið að sýna fram á það.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 8. september 2019 13:30 Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. 6. september 2019 12:22 Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 8. september 2019 13:30
Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. 6. september 2019 12:22
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52