Ætla að opna sjoppu aftur í Stykkishólmi Ari Brynjólfsson skrifar 13. september 2019 06:15 Rúmlega 1200 manns búa sjoppulausir í Stykkishólmi. Fréttablaðið/stefán Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Sjá meira
Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Sjá meira