Flest málin endurflutt Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. september 2019 09:00 Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. Fréttablaðið/Valli Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira