Sólveig Anna segir álagið á bráðamóttökunni vera skýrar afleiðingar nýfrjálshyggju Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 15:42 Sólveig Anna gefur lítið fyrir tal pólitíkusa um eina þjóð. Hún segir stjórnvöld leyfa fámennum hópi að græða. Vísir/Vilhelm Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43