Öryggi sjúklinga Alma Dagbjört Möller skrifar 16. september 2019 07:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að 17. september verði alþjóðadagur öryggis sjúklinga. Mikilvægt er að nota daginn til að vekja athygli á öryggi sjúklinga og til hvatningar um að gera betur. Með öryggi sjúklinga er átt við að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður hefur reynst erfitt að tryggja öryggi í heilbrigðisþjónustu sem verður sífellt flóknari, en áætlað er að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verði fyrir einhvers konar atviki. Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt og brýnt að bæta úr. Með atviki er átt við að eitthvað fer úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings, hvort heldur það veldur sjúklingi skaða eða ekki og hver svo sem skýringin er. Algengustu flokkar atvika eru byltur, lyfjatengd atvik, sýkingar og legusár. Víða er unnið með markvissum hætti til að fyrirbyggja slík atvik, starfsfólki til hróss. Talið er að megi fyrirbyggja allt að 50% atvika og spara þannig bæði þjáningar og fjármuni. Til að efla öryggi sjúklinga þarf að huga að mörgum þáttum. Eitt er að auka þekkingu og vitund bæði heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga um hvar hættur geti leynst. Annað er að skapa umgjörð og verkferla sem koma í veg fyrir eða minnka hættu á atvikum. Öryggismenning ríkir þegar öryggi er í öndvegi. Rannsóknir sýna að þegar alvarleg atvik verða er sjaldan einhverju einu um að kenna heldur leggst margt á eitt. Mikilvægt er að læra af hverju einasta atviki, þar sem áherslan er ekki að finna blóraböggul heldur gera úrbætur á kerfislægum þáttum til að hindra að atvik endurtaki sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á mikilvægi stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram Heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er m.a. á bætta mönnun sem er forsenda öryggis. Þá hefur landlæknir lagt fram Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu en öryggi er mikilvægur þáttur gæða. Brýnt er að innleiðing beggja takist sem best. Til þess að efla öryggi þurfa allir að hjálpast að; stjórnvöld, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Vinnum saman að bættu öryggi sjúklinga, við verðum! Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun