Innlent

Hvassviðri framan af degi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan spáir fremur hægri austlægri átt á morgun og skúrir, en að þurrt verði um landið suðvestanvert.
Veðurstofan spáir fremur hægri austlægri átt á morgun og skúrir, en að þurrt verði um landið suðvestanvert. vísir/vilhelm
Landsmenn mega eiga von á hvassviðri á landinu framan af degi en lægja mun síðdegis. Veðurstofan spáir vestan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður í vindstrengjum við fjöll suðaustantil á landinu.

„Norðlæg átt eftir hádegi, víða 3-8 m/s, og stöku skúrir. Hiti 4 til 9 stig að deginum en vægt frost inn til landsins. Fremur hæg austlæg átt á morgun og skúrir, en þurrt um um landið suðvestanvert og hlýnar lítið eitt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga

Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en smáskúrir með norðurströndinni. Vaxandi austanátt og þykknar upp syðst seint um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnantil.

Á miðvikudag: Gengur í suðaustan 10-18 m/s, hvassast með suðurströndinni, með talsverðri ringingu, en hægari og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning í flestum landshlutum, talsverð rigning með köflum um landið vestanvert. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag og laugardag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á sunnudag: Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Skýjað að mestu en yfirleitt þurrt. Hiti 6 til 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×